Sútarakrabbi
Sútarakrabbi
Scientific classification
Kingdom:
Dýraríki (Animalia)
Phylum:
Liðdýr (Arthropoda)
Subphylum:
Krabbadýr (Crustacean
Class:
Stórkrabbar (Malacostraca)
Order:
Skjaldkrabbar (Decapoda)
Infraorder:
Family:
(Oregoniidae)
Genus:
Snjókrabbar (Chionoecetes)
Species:
Sútarakrabbi (Chionoecetes bairdi)
Binomial name
Chionoecetes bairdi (e. Tanner Crab)

Sútarakrabbi (Chionoecetes bairdi) er krabba tegund sem finnst í norður kyrrahafinu. Hann er náskyldur Chionoecetes opilio (snjókrabbi) og það getur verið erfitt að greina á milli tegundana. Báðar tegundirnar lifa í Norður-Kyrrahafi og Beringshafi og eru seldar undir nafninu snjókrabbi. Sútarakrabbi hefur verið ofveiddur og er nú strangt eftirlit með veiðum á honum.

Útlit

edit

Hámarks skeljarbreidd fyrir karlkyns krabba er 210mm en kvendýrin eru minni, um 114mm. Sútarakrabbar eru stórir kóngulóa krabbar sem hafa fjögur pör af sléttum fótum sem þau nota við hreyfingu og eitt par af fótum sem eru jafn langir og hinir fæturnir en hafa klær á endanum. Skelin er hringlaga með grófu yfirborði og brún á litin. Undirhlið dýrsins er bleik-appelsínugul á litinn. [2].

Fæða

edit

Sútarakrabbar lifa á fjölbreytu úrvali af sjávarfangi, t.d. ormum, muskum, kræklingum, sniglum, öðrum krabbadýrum og hlutum af fiski (þá oftast dauðir fiskar). Sútarakrabbar eru étin af bæði botnfiskum og uppsjávarfiskum [3].

Lífsferill

edit

Sútarakrabbar æxla sig með kynferðislegum hætti. Karldýrin frjóvga eggin áður en þau eru losuð, með því að senda sæði yfir í sæðishylkjum sem verndar þau í sjónum. Eftir að eggin hafa verið frjóvguð eru þau geymd í sundlim, sem er undir kviðnum á kvendýrinu og þar geymir hún þau í eitt ár. Þá hafa eggin náð lifrustigi og klekjast út, þetta fer fram snemma vors, aðalega í apríl-júní. Í hverju goti hrygna kvendýrin 85000 - 424000 eggjum. Einnig geta kvendýrin geymt sæði og notað það á næstu árum til að frjógva eggin sín [2].

Sútarakrabba lifrurnar hafa sundhæfileika fyrst á meðan þær eru að vaxa. Vöxturinn fer fram í nokkrum stigum, þar sem þær skipta um ham nokkru sinnum og að lokum missa þær sundhæfileikana og setjast að á sjávarbotninum. Þetta tekur oftast um 63-66 daga en er háð hitastigi og hversu mikið af fæðu (ýmiskonar þörungar) er í boði [2].

Eftir 12-14 hamskipti hafa þau hamskipti í síðasta sinn sem er þegar þau verða kynþroska. Karlkyns krabbarnir eru 6 ára þegar þeir ná kynþroska en kvenkyns krabbarnir 5 ára. Til þess að þroskast verður lágmarksbreidd að vera um 75mm fyrir karlinn en um 70mm fyrir kvendýrin. Eftir að hafa þroskast og hafa skelskipti þá eru karlkynsdýrin um 114mm en kvendýrin um 97mm. Hámarksaldur er 14 ára fyrir karlinn, (dæmi er þó um að hann hafi náð að verða 17 ára) og fyrir kvendýrin er það 10 ára [2].

Útbreiðsla/heimkynni

edit

Sútarakrabbar lifa einungis norðarlega í Kyrrahafinu og í Beringshafinu. Krabbana er að finna á bæði há og lágflæðimörkum, í víkum og í djúpum sjó (allt að 3000m dýpi) og finnast þeir oft á strandsvæðum í suðaustur Alaska í 3-4m dýpi á ákveðnum tímum ársins. Það eru aðalega krabbar sem ekki hafa náð kynþroska sem eru í grunnum sjó. Sútarakrabbar eru aðalega á mjúkum botni, nánar tiltekið í græn-svartri mold eða fínum gráum eða svörtum sandi. Kvendýrin eru náttdýr og grafa sig niður í sandinn eða moldina yfir daginn, væntanlega sem vörn gegn rándýrum, líkt og margar aðrar krabbategundir. Óþroska krabbar af báðum kynjum og fullþroska karldýr grafa sig einnig niður í sjávarbotninn en það er ekki vitað nákvæmlega í hvaða mæli þau gera það [2].

Sútarakrabbar hafa árstíðabundið ferli, sem er byggt í kringum atburði á lífsferlinum þ.e.a.s.; hamskipti, hrygningu og æxlun [2].

Óþroska krabba er að finna á svipuðu dýpi (<80m) allt árið þar til þeir ná þroska sem gerist þegar þau skipta um ham og æxla sig í fyrsta skipti. Þá færa bæði kynin sig í um 100m dýpi og æxlast þar í fyrsta skipti. Þá hafa krabbarnir tilhneigingu til að aðskilja kynin nema þegar þau æxla sig einu sinni á ári á vorin og þá í um 150m dýpi. Þá eru krabbanir þekktir fyrir að fara á milli svæða þar sem þeir nærast annars vegar og hins vegar svæða það sem þeir parast. Þar fara þeir á milli eftir sérstökum "brautum" á sjávar botninum. Þeir fara oftast eftir sömu brautunum ár eftir ár [2].

Hreyfingar sútarakrabba hafa verið mældar í Beringshafinu. Þar kom í ljós að árleg hreyfing sútarakrabba er að meðaltali um 70km á ári, þetta er minni en hreyfing en á snjókrabba á sama svæði. Ennfremur kom í ljós að karldýrin sem voru merkt á strandsvæðum fóru fram og til baka í dýpri sjó en krabbar sem voru merktir í djúpum sjó virtust flakka um að handahófi á 24km radíus [2].

Veiðar

edit

Sútarakrabbi er veiddur með botntrolli og gildrum. Lang mestu veiðarnar hafa verið í Bandaríkjunum, þá sérstaklega á níunda áratugnum síðastu aldar. Þessar veiðar leiddu til ofveiði og stofninn minnkaði verulega. Síðan þá hafa verið strangar reglur í Bandaríkjunum um veiðar á sútarakrabba. Nú er bannað að hirða kvendýr og karldýrin verða að vera stærri en 140mm á breidd [3]. Síðustu ár hafa Rússland og Suður Kórea veitt mest af sútarkrabba, veiðarnar hafa átt sér stað í Norðaustur Kyrrahafi. Einnig má taka fram að frá 2014 hefur Litháen verið að veiða smávegis af sútarakrabba í Norðuraustur Atlantshafi.

 
Afli 1950-2014 skipt eftir löndum

Vinnsla og markaðir

edit

Sútarakrabbi er unnin á sama hátt og aðrar krabbategundir eins og snjókrabbi og kóngakrabbi. Eftir að hann er veiddur er hann geymdur um borð lifandi í saltvatns tönkum. Eftir löndun er krabbanum slátrað og hann skorinn í sundur og bútarnir soðnir og síðan frystir í annað hvort fljótandi saltvatni eða í blásturs frysti [4].

Sútarakrabbi er oft seldur sem Snjókrabbi þó að hann sé það ekki en Snjókrabbi er afar verðmæt afurð. Hann er seldur í bútum eða í kippum sem innihalda 4 fætur og 1 fóturinn er með kló. Búkurinn er aukaafurð hjá sútarakröbbum þar sem ekki er mikið kjöt í búknum, kjöt prósentan er aðeins 17% [4] Aðal markaðurinn fyrir sútarakrabba er Norður Ameríka og Japan, en einnig er markaður fyrir hann í Evrópu og Asíu [5]. Það eru mjög háar gæðakröfur í Japan og Asíu þar sem liturinn skiptir mjög miklu máli. Því er sútarakrabbi vinsælli þar, þar sem hann er ljósari á litinn heldur en snjókrabbi sem finnst í Norður Atlantshafi.

Heimildarskrá

edit
  1. ^ "Chionoecetes bairdi". Integrated Taxonomic Information System.
  2. ^ a b c d e f g h Krause, G.G.; Workman, G.; Phillips, A.C. "A Phase '0' review of the biology and fisheries of the Tanner Crab (Chionoecetes bairdi)". Fisheries and Oceans Canada.
  3. ^ a b "Tanner crab". Alaska Department of Fish and Game.
  4. ^ a b "Snow Crab". Pacific Seafood.
  5. ^ Seaman, Tom. "Record high prices, strong demand for Canadian snow crab bodes well for Alaska". Alaska Fish Radio.