“ | Svo er sagt, að í fornöld hafi ráðið fyrir ríkjum kóngur sá, er Máni hét, og hafi átt við drottningu sinni dóttur, er hét Mjaðveig; var hún snemma prýdd kvenlegum listum. Kóngur lætur reisa henni skrautlega skemmu og lét hana hafa fjölda af þjónustumeyjum. | ” |
— Úr sögunni af Mjaðveigu Mánadóttur |