Neon Beitusmokkur
edit
Neon beitusmokkur Ommastrephes bartramii | |
---|---|
Scientific classification | |
Domain: | Eukaryota |
Kingdom: | Animalia |
Phylum: | Mollusca |
Class: | Cephalopoda |
Order: | Oegopsida |
Family: | Ommastrephidae |
Subfamily: | Ommastrephinae |
Genus: | Ommastrephes d'Orbigny, 1834 in 1834–1847 |
Species: | O. bartramii
|
Binomial name | |
Ommastrephes bartramii | |
Synonyms | |
Species synonymy
|
Neon beitusmokkur eða Ommastrephes bartramii (einnig þekktur sem neon flying squid, red flying squid, akaika, og red squid, ásamt öðrum nöfnum) er tegund af af stórum flug smokkfiskum í Ætt (flokkunarfræði) Ommastrephidae.[2]
Flokkunarfræði
editOmmastrephes bartramii tilheyrir ættinni Ommastrephidae, ættkvíslinni Ommastrephinae. Hann var fyrst lýstur af frakkanum Charles Alexandre Lesueur árið 1821. Rússnenskir flokkunarfræðingar halda því fram að hrygningarstofnar séu mismunandi undirtegundir.[3]
Útlit
editOmmastrephes bartramii er auðþekkjanlegur á silfurlengju á miðjum búk dýrsins. Fullorðið karlkynsdýr hefur búklengd í kringum 29 til 32 cm lengd en getur farið uppí allt að 45 cm. Fullorðið kvenkynsdýr hefur talsvert stærri búklengd í kringum 50 cm en hefur mælst uppí 60 cm. [2][3]
Eins og aðrar ommastrephids og onychoteuthids þekktar sem flug smokkfiskar (flying squid), eru nefndir eftir hæfileika þeirra til þessa að skjótast uppúr sjónum, ekki ósvipað flugfiskum. Þeir lenda stundum óvart upp á dekkjum skipa. [4] Þetta gerist oftar í vondu veðri eða í nálægð rándýra og er talið að þessi hegðun sé í eðlisfari þeirra til þess að sleppa undan rándýrunum. Sést hefur til flug smokkfiska sem hegða sér þannig að flugtími þeirra eykst, þannig að þeir fljúga meira heldur bara svífa. Samt sem áður skilja líffræðingar ekki hvernig smokkfiskarnir fara að þessu.[5] Samt sem áður gerist þetta frekar oft og er til að minnsta kosti ein ljósamynda sönnun þess að Ommastrephes bartramii geti flogið.[6]
Heimkynni
editNeon beitusmokkur er fundinn í heitempruðu og tempruðum sjó Kyrrahafsins, Atlantshafsins og Indlandshafsins. Þeir eru sjaldséðir í miðjarðarhafinu.[1] [7] O. Bartramii heldur sig ofarlega til í sjónum, en hann er neðar á daginn og ofar á nóttunni. Í norður kyrrahafinu í kringum 42-45°N, var hann séður vera í kringum 0 – 40 m dýpi á nóttunni en fara niður í allt að 150-300 m dýpi. Í heittempraða beltinu í norður Kyrrahafinu mældist einn smokkfiskur fara niður á 400-700 m dýpi yfir daginn en 40-70 m dýpi yfir nóttina. Talið er að samband sé á milli skýrleika sjósins og á dýptinni sem smokkfiskurinn heldur sig á yfir daginn, að hann þurfi að fara neðar í sjóinn til þess að komast í sama ljósastig. [8] [9]
Vistfræði og líffræði
editLífshringur
editHjá O. Bartramii gerist hrygning og mökun á mismunandi tímum. Karldýrin þroskast fyrr heldur en kvenndýrin og eru einnig minni að stærð, þeir láta sæði yfir til kvenndýrsins sem síðan geyma þau þar til hún verður kynþroska. Eggin hafa ekki verið rannsökuð mikið en þau eru 0.9 x 1.1 mm að stærð, nýklakið seiði er 1.1 mm stórt. .[3] Eggjafjöldin er talinn vera frá 350 þúsund til 3,6 milljón, en það er stærðin á kvenndýrinu sem hefur áhrif á það. Skömmu eftir að hryggning á sér stað drepast bæði dýrin og hafa þá lifað í rúmt ár. [10] [8]
Stofninn
editStofninn er uppbyggður af tveimur árgöngum, haust- og vetrar/vorárgöngum. Haust árgangurinn er sjaldséður í norðvestur kyrrhafinu en vetrar/vor árgangurinn fyrirfinnst frá norðvestur til norðaustur kyrrahafinu.[3]
Fæða og rándýr
editHelsta fæða eru litlir uppsjávarfiskar (myctophids og saury) og smokkfiskar meðal annars minni aðilar af sömu tegund. Á móti er hann bráð fyrir sverðfiska, marlins, hákarla, túnfisk, sjávarspendýra og sjófugla en hann er einnig veiddur af mönnum.[8]
Sundhraði
editMeðalsundhraði á hrygningasvæðinu reyndist vera um 19-25 cm/s en mælst hefur meðalhraði upp að allt að 49cm/s sem samsvarar 1,8 km/klst. Einnig hefur verið mælt hvað hann ferðast mikið á einum degi en það reyndist vera í kringum 1,8 km/dag. [3]
Heimsafli
editAðeins tvær þjóðir eru skráðar fyrir veiðum á tegundinni en Japanir eru nánast með allan aflann en hin þjóðin eru Rússar.
Heimildir
edit- ^ a b "Ommastrephes bartramii". Integrated Taxonomic Information System. Retrieved January 24, 2011. Cite error: The named reference "W1" was defined multiple times with different content (see the help page).
- ^ a b Palomares ML, Pauly D, eds. (2011). "Ommastrephes bartramii" in SeaLifeBase. January 2011 version.
- ^ a b c d e f Young, Richard E. and Michael Vecchione. 2009. Ommastrephes Orbigny 1834. Ommastrephes bartramii (Lesueur 1821). Red squid. Version 29 November 2009 (under construction). http://tolweb.org/Ommastrephes_bartramii/19947/2009.11.29 in The Tree of Life Web Project, http://tolweb.org/. Accessed January 24, 2011
- ^ "Mollusks by F.L. Fitzpatrick". The New Book of Popular Science. Vol. 4. Grolier International, Inc. 1979. pp. 217, 218. ISBN 0717212092.
{{cite book}}
:|access-date=
requires|url=
(help); Cite has empty unknown parameter:|coauthors=
(help) - ^ Ferris Jabr (August 2, 2010). "Fact or Fiction: Can a Squid Fly Out of the Water?". Scientific American, http://www.scientificamerican.com/. Retrieved January 24, 2011.
{{cite web}}
: External link in
(help)|publisher=
- ^ Young, Richard E. and Michael Vecchione. 2009. Ommastrephinae Posselt 1891. Version 29 November 2009 (under construction). http://tolweb.org/Ommastrephinae/19941/2009.11.29 in The Tree of Life Web Project, http://tolweb.org/ Accessed January 24, 2011
- ^ (in Greek) "Giant squids in the Aegean". Ethnos, March 27, 2012. p. 22.
- ^ a b c DFO, 1999. Neon flying squid. DFO Science Stock Status Report C6-12 (1999)
- ^ Roper, C.F.E., M.J. Sweeney and C.E. Nauen 1984. Cephalopods of the world. An annotated and illustrated catalogue of species of interest to fisheries. FAO Fisheries Synopsis (125) 3: 277 p.
- ^ McCrae, J. 1994. Oregon Developmental Species: other squid, neon flying squid (Ommastrephes bartrami). Oregon Department of Fish & Wildlife [1].
Tenglar
edit- Ommastrephidae á Tree of Life web project, með mynda af Ommastrephes bartramii í flugi.
- Ommastrephes bartramii á Tree of Life web project.